Thursday, August 24, 2017

To be or not to be...

... are you a man or are you a mouse?

Fór í Laugardalslaugina áðan og gerði það sem ég geri vanalega þar; fór rakleiðis í pott númer þrjú held ég að það sé, þennan 40°C heita við hliðina á gufunni, þennan með góða nuddinu (elska hann.) Svo vel ég mér hentugustu sundbrautina, þar sem fæstir eru og syndi bringusund yfir, skriðsund tilbaka og endurtek. Í dag var ég í stuði og endurtók aftur. Svo hófst störukeppnin við kalda kerið..

.. are you a man or are you a mouse? Fór einhvern tíma í hann og það var mega hressandi. Allar frumur glaðvöknuðu og Svava rosa fersk eftir. En. Það var rosalega kalt og ég entist í svona sekúndu. Sko eina.

Svo ég starði á blessaðan kalda pottinn (5-8°C) og var að reyna að ákveða hvort ég þyrði aftur. Var ennþá ofan í lauginni á meðan á þessari grimmu störukeppni stóð með stóra innri baráttu í gangi. Svo...

... fór ég bara upp úr lauginni, tók sveig framhjá kerinu og fór beint í sturtu.

Fer frekar næst. Eða þarnæst..

No comments: