Tuesday, September 5, 2017

I have a dream

Ég las einhvern tíma viðtal við Margréti Láru þar sem hún talar um mikilvægi markmiðasetningar og þegar ég pikka inn þessi orð geri ég mér grein fyrir að þennan pistil hef ég skrifað áður hér. Allavegana, ég elska markmið af því að þau koma manni alltaf einu skrefi lengra í átt til þeirrar manneskju sem maður er. Ekki myndi maður setja sér markmið um eitthvað sem maður hefur ekki áhuga á sem manneskja.

Margrét Lára talaði um að setja sér markmið og svo að draumamarkmið; eitthvað sem manni langar virkilega að eignast eða gera eða hafa. Mér finnst þetta svo æðislegt af því að ég á mér draumamarkmið. Það er að búa á Maui, Hawaii eða Bali eða Tælandi og stunda yoga og vera frjáls. Kannski ekki búa alltaf en allavegana á síðari hluta ævinnar. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér neitt dásamlegra.

Dr. Wayne Dyer bjó á Maui en hann var mikill hugsuður og spekingur sem lést nýverið. Hann skrifaði fullt af sjálfshjálparbókum og gaf út svona podcost fyrir leitandi manneskjur eins og mig til að hlusta á. Oprah Winfrey á líka hús á Maui skilst mér og er þar oft. Sannkölluð paradís sem þetta er ábyggilega. Þetta er örugglega svona eins og einn garðurinn sem ég kom í út á Bali og varð svo gjörsamlega hugfangin að það var erfitt að halda utan um reynsluna. Eitthvað algerlega töfrandi liggur í loftinu og manni líður svo dásamlega þarna að maður skilur af hverju David Bowie vildi að askan sín yrði dreifð yfir Bali. Hérna eru nokkrar myndir sem komu á google þegar ég sláði inn Maui.




Oh, eitthvað fyrir mig. Svo myndi ég fara í yogatíma eða læra að vera yogakennari og fá Íslendinga til mín og njóta í botn.

Allavegana, langaði bara til að segja ykkur frá draumamarkmiðinu mínu. Adios:)

No comments: