Elsku herra Fleming. Ég veit þú ert dauður en ég elska þig. Takk fyrir að finna upp sýklalyfin því án þeirra veit ég ekki hvar ég væri. Í helvíti líklegast.
Eftir að hafa upplifað svæsna blöðrubólgu (aftur) og vanmáttinn sem því fylgdi er ég svo full þakklætis að mig langar að kyssa herra Fleming og knúsa hann. Geri það bara í huganum en læt líkið eiga sig.
Takk, takk, takk herra Fleming.
P.s. Fleming varaði við ofnotkun sýklalyfja og það eru að koma upp dæmi um að fólk verði ónæmt fyrir sýklalyfjum. Þetta er eitthvað sem ég er meðvituð um en í þessu tilviki dugði ekki til að drekka 2 lítra af vatni á dag, fá mér C vítamín og vona það besta.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég hugsa að meira og minna allir eigi hr. Flemming mikið að þakka
Post a Comment