Monday, October 16, 2017

Yes!!!

AAAAaaahhhh, léttir.

Elsku krakkinn. Ég get hætt að hafa áhyggjur af talkennsku og talþjálfun og talkennara og talmeinastöðinni af því að loksins getur Guðrún Halla sagt stafinn k!

K!

Ég tók eftir þessu í dag þegar hún bað um smá köku og sagði ekki "tata" eins og vanalega. Barnið sagði "kaka." Ég hefði getið étið hana ég var svo ánægð. Ekkert tata eða túta lengur, nei nei, það er bara KAKA og KÚKA takk fyrir.

Ég þakka nú leikskólanum fyrir en annars gerði ég nú eitt ráð núna í fyrradag en það er eitthvað sem dagmamman hennar sagði mér frá. Ég sagðist vita hvar K-áið væri. Það væri í vasanum hennar. Hún náði í það. ... Ég veit nú ekki alveg hvort að það hafi gert útslagið en það er kannski allt í lagi að halda það bara.

Ein himinlifandi móðir kveður að sinni:)


No comments: