Tuesday, October 17, 2017

Skólinn

Það er nú bara ágætlega gaman hjá mér í skólanum núna þó að ég sé nú helst til í of mörgum áföngum. Þeir eru 6. Ég ræð við það með að læra á hverjum degi og halda dampinum. Þetta er ekkert mál svo lengi sem maður er frískur og líður vel.

Áfangarnir eru sjúkdómafræði 103, líffæra- og lífeðlisfræði 203, samskipti (tek hann í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri), siðfræði, upplýsingatækni og ilmkjarnaolíufræði. Svo þetta eru bara verkefnaskil, ritgerðaskil og heimapróf út í eitt. Já, og svo auðvitað að rembast við að læra þetta allt saman.

Núna finnst mér sjúkdómafræðin erfiðust og þá ætla ég að gefa henni mestan tímann, bara þegar ég er búin með heimaprófið í siðfræði, skýrsluna í ilmkjarnaolíufræðinni og verkefnið í samskiptum. Mmm hmmm.

Neita því nú ekki að ég verð líklegast nokkrum andlegum kílóum léttari svona sirka um miðjan desember.

Gangi þér vel ég. Takk ég. Takk.

No comments: