Monday, August 13, 2018

Rútína

Það er merkilegt hvað maður sækist í rútínu.

Núna er mér farið að finnast hálf óþægilegt, allt þetta frí.

Ég er nú reyndar ekki búin að vera í "fríi" nema í mánuð, set bitrar gæsalappir vegna þess að það er ekki svo mikið frí að vera með krakka upp um alla veggi alltaf. Núna erum við búin að gera allt sem við ætluðum að gera í fríinu; fara í fellihýsið (tvisvar), fara í húsdýragarðinn (bara einu sinni þar sem ekki er hægt að fara með yngsta barnið neitt þar sem söluvara blasir við en það gerir það einmitt í húsdýragarðinum þar sem maður þarf að labba í gegnum verslun á leiðinni út.) Búin að fara á Rey cup, búin að fara í sund (þó nokkuð mikið), búin að fara í Gong ho og fleira. Núna er bara beðið eftir að skólinn byrji á þessu heimili.

Unglingarnir hafa lítið fyrir stafni og eru mestmegnis í sínum raftækjum, símum og tölvum, því miður. Það er dáldið álag að hafa þrjú svoleiðis börn og unglinga á heimilinu, eða svoleiðis.

Ég verð bara svo glöð þegar skólinn loksins byrjar og krakkaskarinn fer í skólann. Mikið verður það gott fyrir okkur öll.

Vildi bara deila þessari tilhlökkun minni með ykkur.

No comments: