Undanfarið hefur mér liðið eins og ég sé frekar vel tengd.
Ekki allir sem skilja kannski hvað ég á við, sérstaklega þeir sem eru ekkert að spá í andlegum efnum en undanfarið, þegar ég hef litið á klukkuna til að vita hvað tímanum líður þá hefur klukkan verið t.d. 10:10, 11:11, 12:12, 12:34, 13:13, 14:14, 15:15, 16:16, 17:17 og svo framvegis.
Á tímabili var þetta að fríka mig dáldið út en ég brosi alltaf þegar ég sé þessar tölur því ég álít þetta vera merki frá englunum. (Internetið segir mér líka að þetta sé merki frá englunum.) Ekki það að ég trúi því að uppi á himninum sitji guðs englar saman í hring heldur frekar merki frá alheiminum um að allt sé eins og það eigi að vera.
Í byrjun sumars var ég dáldið ósátt við á hvaða hillu ég er í lífinu. Alls ekki viss um hvort ég sé á réttri braut því að jú, allt snýst þetta um peninga (sem mér finnst svo erfitt btw.) Hvernig ætla ég að lifa á því að vera nuddari? Hvar ætla ég að vera með aðstöðu? Hvað er ég eiginlega að gera við líf mitt??!! Þið vitið, svona pælingar. (Oft hefur mér dottið í hug að gefast upp á þessari hugsýn minni og reyna að finna 8-16 vinnu þar sem ég get nýtt mér menntun mína og fengið almennilega útborgað.)
En svo man ég quotið: Never pawn your dream for a 9-5.
Ég er jú mjög andlega þenkjandi og tel alveg vera ástæðu fyrir því að mér hefur ekkert gengið að fá vinnu við það sem ég er menntuð í. If the door does not open its not your door. Ég neita að trúa því að ástæðan sé að ég sökki feitt. Því að ég veit að ég get staðið mig fjandi vel í vinnu. Það er óþolandi hvað ég er samviskusöm (ef ég fæ verkefni þá skila ég því, á réttum tíma og hætti ekki að hugsa um það fyrr en það er búið.) Svo er ég líka skemmtileg:) (Að eigin mati.)
Allavegana, ég ætla að fylgja þeirri hugsýn sem ég fékk á Balí í fyrstu cacao seremóníunni minni þar sem ég sá mig fyrir mér vera að veita einhvers konar meðferð við fólk liggjandi á bekk. Ég ætla að treysta því að þetta verklega nám í nuddinu skapi ný tækifæri fyrir mig. Ég vil vinna við það sem ég elska og þó mig dagdreymi nú ekki um að nudda ókunnugt fólk þá held ég að það komi til með að eiga vel við mig.
Mér myndi finnast ég vera dáldið sigruð ef ég myndi eyða ævinni í að vinna fyrir einhvern annan við eitthvað sem ég hef engan áhuga á. En ég myndi vera fjárhagslega örugg aftur á móti.
Damn, hvað lífið getur verið flókið. En nóg um það.
Namaste.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment