Tuesday, February 26, 2019

Besti skólinn part II


Ég á erfitt með að lýsa því hvað þessir síðustu dagar í skólanum með þessum kennara hafa gert fyrir mig. Það er búið að opna á eitthvað, það er búið að skapa meira rými innan í mér til góðra verka. Það er búið að henda rusli út. Þetta er búið að vera mér svo mikill innblástur. Það er búið að vera svo gaman, það er búið að vera svo mikil gleði. Að maður skuli geta mætt í skólann og það fyrsta sem er gert er að dansa saman! Það síðasta sem var gert daginn áður var að leika saman og syngja saman! Við fórum í leik þar sem við gátum fjögur lyft kennaranum af stól notandi bara vísifingurnar okkar. Þessi kona er að kenna okkur um orku og ég er í himnaríki. 

Núna vil ég að tíminn fari að hætta að þjóta svona áfram og fari aðeins og róa sig. Ég á bara tvo daga eftir með þessari konu og vil njóta. 

Please stop the clock, I feel good.


No comments: