Eitthvað segir mér að ég sé á réttum stað í lífinu. Fyrir mig.
Dagurinn í dag í skólanum var frábær eins og svo oft þegar nýr kúrs og nýr kennari byrjar. Nú er mætt til leiks nýr kennari sem er víst eitthvert "legend" í nuddheiminum. Mjög áhugaverð nálgun hjá henni en hún kennir okkur heildrænt nudd. Kann vel við hana og hennar nálgun á nuddið en í henni felst að það er engin rútína og ekkert form heldur frekar formleysi og rútínuleysi. Það er hressandi.
Elska líka við þessa konu að hún er frjálsleg. Sagði nokkrum sinn fokk og fokkings og svo ropaði hún mikið. En það gerði hún þegar einhver losun átti sér stað hjá okkur í dag á meðan við vorum að heila hvort annað. Eða svoleiðis.
Elska þetta nám.
Stundum kemur samt hugsun eins og ein sagði í dag, hvað það verður samt gott þegar námið er búið og maður verður frjáls við þetta form; að vera "fastur" í skólanum alltaf fyrir hádegi. Þegar maður getur farið að sinna sínu. En mikið á ég eftir að sakna skólans og að vera að hluti af þessum frábæra hóp.
Þá líka tekur óvissan við sem öryggisfíkillinn er ekkert að fíla alltof vel. En samt. Hef trú á að þetta blessist og að ég geti unnið við þetta. Sérstaklega er ég hrifin að svæðameðferðinni eða reflexology. Þar nær fólk að slaka svo vel á. Það væri draumur í dós að geta unnið við hana. Ef fólk bara vissi hvað þetta er mikil snilld.
Hlakka til að fara í skólann á morgun. Sem er frábært.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment