Wednesday, December 11, 2019

Jólakötturinn

Það kom að því.

Árið í ár, jólin 2019, er árið sem ég sendi ekki jólakort. 

Hef alltaf sent jólakort. Allavegana eftir að ég eignaðist börnin. Hef verið rosa skipulögð og tekið jólakortamyndina í nóvember. Til að passa að allir séu með. Hef svo passað að senda fyrst til elsku bestu Tinnu í Ameríku, svo til frænda minna og Sunnevu vinkonu í Evrópu. Finn dáldið fyrir að áhuginn hjá þeim er að dvína. Fæ ekki kort tilbaka frá frændunum til dæmis og þeir eru svona dáldið You really don't need to bother...:)

En núna finn ég að það er kominn tími til að hætta. Its not in the vortex. 

Af hverju að bæta við jólaálagið líka? Til hvers?

Skelli bara mynd af krökkunum inn á facebook rétt fyrir jól.

Hó, hó, hó!

2 comments:

Tinnsi said...

snökt. Á eftir að sakna að fá jólakort frá þér Svava mín.

Svava said...

Æi... já (smá snökt)🎄🎅🤶