Keep calm and carry on segir Bretinn.
Tek Tinnu mína til fyrirmyndar og geri það.
Finnst stórundarlegt að vera að íhuga að fara á skíði þar sem halda verður 2ja metra fjarlægð á milli manna, það má ekki einu sinni fara saman í stólalyftuna og vera samt að fara nudda á morgun.
Er maður kannski klikk fyrir að vera nudda fólk á meðan á þessu stendur?
Nærist á nálægð við fólk. Er farið að finnast erfitt að fá engin faðmlög lengur. (Faðma mig bara sjálf í staðinn.)
Er að spá hvort að það sé einhver bölvun sem fylgi atvinnumöguleikum mínum. Þegar ég útskrifaðist loksins úr háskólanum 2007 kom kreppa í kjölfarið og núna þegar ég er að útskrifast úr nuddskólanum kemur alls herjarinnar snertibann!
En...
This too shall pass.
Það er alltaf þannig.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment