Wednesday, April 8, 2020

My OCD is killing me...

...söng Eminem. 

Tengi hart.

Hugsun sem fer ekki. 

Í þessu tilfelli er það lás. Læsti ég örugglega ekki?

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessu. Ó nei. Finnst bara mjög óþægilegt að bera ábyrgð á því að hurð sé læst. Ég læsi og fæ strax á tilfinninguna að það sé ekki læst. Þannig að ég tek í húninn og tékka. Þarf að telja. Mismunandi hvað mikið. Í dag taldi ég upp á 6, hugsaði um tening. Var ekki heima hjá mér heldur þar sem ég er með aðstöðuna. Þegar ég er þreytt verður þetta erfiðara. Í dag læsti ég hurðinni að yogastúdíóinu. Vandaði mig við að læsa hurðinni uppi, taldi uppá 6 og þegar ég var að ganga frá lyklinum heilsaði mér yogakennari sem var á efri hæðinni. Spjallaði við hana og fór. Læsti niðri. Tékkaði 5 sinnum. 

Núna er ég farin að efast um að ég hafi læst uppi. Því að spjallið var beint eftir að ég læsti og þetta er svona þreytt-í-hausnum dagur.

Það er hellað að vera svona. Málið er að ég elska þetta yogastúdíó svo mikið. Mér líður vel þarna. Feels like home. Góð orka þarna. Gæti eiginlega ekki afborið að eitthvað myndi gerast fyrir það og það væri mér að kenna.

Úff. Fór meira að segja áðan til að tékka á aðstæðum. Það er allavegana læst niðri. Var ekki einu sinni síðasta manneskjan út (yogakennarinn var uppi.)

Fór í afmæli í sumar í annað yogastúdíó. Þar var kveikt á fullt af kertum. Ég var samferða síðustu manneskju út. Það var kæruleysislega að mér fannst blásið á öll kertin (einu sinni) þegar partýið var búið, læst og farið heim. Ekkert verið að tékka aftur hvort að það hafi örugglega slökksts á öllum kertunum og svona. Nei, nei. Bara blásið og farið. Búið, bless. Auðvitað var allt í góðu og ekkert gerðist. 

Vildi að ég væri svona carefree. 

Kerti og lásar eru mjög erfið fyrir mig. 

Hef samt aldrei, aldrei lent í því að lás sem að ég læsti hafi verið ólæstur og eitthvað slæmt gerst út af því. Eða kerti sem ég bar ábyrgð á að slökkva hafi verið kveikjan að eldi.

Þráhyggju- og árátturöskun, cha cha cha.

Hún tekur mismikið á. Úff.

No comments: