Ég fylgist með nokkrum (mörgum) andlega þenkjandi einstaklingum á samfélagsmiðlum.
Öll vilja þau meina að "ástandið" eins og ég vil kalla það sé ein allsherjarinnar endurstilling á jörðinni.
Þar sem ég er komin af raunhyggjufólki og er þar af leiðandi hálf þar líka þá finnst mér kenningin um að þetta séu Kínverjarnir að fokka í okkur áhugaverð. Að þeir hafi komið veirunni af stað til að lama önnur efnahagskerfi og gera og græja á meðan.
Allavegana, er komin í sátt við ástandið. Er meira að segja farin að gleyma að spritta mig stundum.
"Það er gulrót!" sagði maðurinn við hliðina á mér á hárgreiðslustofunni síðasta daginn sem hægt var að fara þangað fyrir lockdown eftir að ég sagði að það væri nú ekki beint gúrkutíð í fréttum.
P.s. Ég á von á fullt af testerón orku heim í dag. Verið að fara skipta um restina af gluggunum í íbúðinni.
Nei, ekki beint gúrkutíð í blokkinni heldur...
Blessi okkur öll.
No comments:
Post a Comment