Vá.
Útskrifaðist sem heilsunuddari frá FÁ. Þvílík gleði og fylling sem það var. Loksins lögleg! Líður ekkert smá vel með það. Var búin að gleyma hvað það er gaman að ná svona áfanga á fb. Gleðin sem fylgir því að lesa kveðjurnar er einstök.
Næst fór ég að nudda nýbakaða móður. Tilfinningin að leiða til þess að manneskju líður betur eftir nuddið er einmitt ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám svo að mér fannst tilheyrandi, viðeigandi og yndislegt að gera þetta beint eftir útskriftina. Vel sátt eftir þetta nudd.
Þar á eftir fór ég í fyrsta spinning tímann í margar vikur eða þið vitið - út af covid-19. Sagði við alla í gær að ég yrði að komast í spinning. Líkaminn bara öskraði á það. Hápunkturinn var klárlega þegar lagið Klámstrákur með Hatara kom. Elska þetta lag!
Omg, þvílíkur dagur.
Er samt búin að vera hálf óróleg inní mér eitthvað. Þetta er bara svo öðruvísi dagur. Langt síðan ég hef hitt svona mikið af fólki. Ætti að taka gardínuna í nýja hjólhýsinu mér til fyrirmyndar. Hún segir mér að smæla og enjoy-a.
Stundum er maður bara of trekktur ..
Síðar elskur.
1 comment:
Til hamingju elsku besta! En æðislega flott hjá þér. Hlakka til að hitta þig og tala nú ekki um komast í nudd <3<3
Post a Comment