Friday, November 26, 2021

Eins og labba inn í...

... eigin geðveiki.

Það hefur sína kosti að vera með OCD. Sjáið bara geymsluna:



Fékk á tilfinninguna að ég væri að labba inn í geðsjúkdóm þegar ég opnaði inn í geymsluna um daginn. Ekkert endilega minn eigin heldur bara eiginlegan geðsjúkdóm.

Málið er að ég er með nett þrif æði og tek árlegu yfirferð íbúðarinnar helst til of hátíðlega. Átti að vera búin með geymsluna og kæliherbergið núna í nóvember samkvæmt eigin haus og hugsa stundum mikið um þetta. Ég meina, ég þríf líka veggina, loftið (reyndar bara með rykkústi) og gólfið. 

Stundum vil ég helst ekkert annað gera í lífinu en að vera heima og svala þessum annarlegu þrif hvötum.

Sá reyndar Facebook status með svipaðri klikkun í gær svo mér líður aðeins betur með mína. Það var sem sagt settur nýr hurðahúnn í útidyrahurðina niðri í vikunni og einn nágranni minn fannst nýji húnninn vera öfugur eða eitthvað álíka og var bara alls ekki að meika þetta. Hún líkti þessu við öfuga klósettrúllu eða skakka flís í gólfefni:)

Tek líka verkefni vikunnar "hátíðlega." Það eru persónuleg svik við mig sjálfa ef ég sinni þessum verkefnum ekki. Allavegana, verkefni vikunnar (eða þema) var að fara með brettið hans Óla í viðgerð. 

Var mættust í Everest í Skeifunni á mánudaginn til að skila snjóbrettinu í viðgerð. Þurfti að borga 25.000 kall fyrirfram sem var heldur mikið fyrir minn smekk en þetta var verkefni vikunnar, fjandinn hafi það, svo ég borgaði möglunarlaust. 

Að sækja brettið er svo allt annað mál..

Friday, November 19, 2021

The waiting game

Ok. 

Þetta er í annað skiptið sem ég sit heima og bíð eftir niðurstöðu úr covid einkennasýnatöku. Fór sem sagt niðrá Suðurlandsbraut.

Síðastu daga hef ég verið slöpp og með hita. Það gerðist eiginlega um leið og ég komst að því að maðurinn sem afgreiddi mig fyrir nákvæmlega viku síðan á uppáhalds kaffihúsinu mínu væri núna í einangrun af því að hann er með covid.

Við erum kunningjar og röbbuðum saman. Síðan að ég komst að þessu hef ég verið yfir mig hrædd um að hafi smitað einhvern. Er búin að margblessa allar manneskjurnar sem ég hitti síðan þá. Er búin að vera í rusli yfir þeim dásamlegu og mikilvægu manneskjum sem ég hef nuddað. Er eiginlega komin á það að ég er bara veik af því að vera í rusli yfir þessu, ekki af því að ég sé með covid. Er búin að taka 4 sjálfspróf. Öll neikvæð. 

Er búin að komast að því að mér er nokk sama þó ég fái veiruna, ég vil bara alls alls ekki hafa smitað neinn.

Fyrst leyst mér ekki á að fara í sýnatöku niðrá Suðurlandsbraut því yfirvofandi er einangrun ef maður greinist jákvæður. En samviskan. Man o, man. Samviskan lét mig ekki í friði í gær og ég vildi engan hitta til öryggis. Það var heill kvíði og bömmer að melda mig veika í vinnunni en það varð bara að vera þannig. Var of slöpp í gær og vildi heldur ekki taka neina áhættu.

Svo núna sit ég heima og býð eftir niðurstöðunni. Dramatíkin og hysterían er ekki eins mikil og síðast en ég er vissulega búin að gráta. Búin að blessa allt fólkið og staðina sem ég hef verið á og hlusta núna á þetta lag:


P.s. er ekki með covid. Fékk neikvæða niðurstöðu! Tja tja tja:)

Það er sem sagt hægt að verða veikur af áhyggjum.

Friday, November 12, 2021

Ógnandi

veira.

Datt í covid kvíða í gær. Alvöru kvíða.  Er orðin nojuð með fólk sem hóstar. Er orðin nojuð með að smitast. Ekki svo mikið mín vegna heldur get ég ekki hugsað mér að vera ástæðan fyrir að einhver veikist. 

Ok. Dáldið mín vegna líka. Var það langt leidd í gær að ég var að hugsa um hvar ég myndi vera í einangrun. Tvær vikur i einangrun á sóttvarnarhóteli er eitthvað sem ég meika ekki. 

Þráin eftir heils árs sumarbústað magnaðist. Að eiga athvarf frá borginni. Fyrir mér er það ríkidæmi. Áttaði mig svo á því á milli svefns og vöku að ég myndi klárlega fara í hjólhýsið. Það að komast út er eitthvað sem ég get ekki lifað án. Verð að komast út alltaf.

Hef aldrei eytt sólarhring innandyra og kem ekki til með að gera það fyrr en á endastöðinni (hjúkrunarheimilinu.)

Var komin með í bakið af þessum covid áhyggjum en leið svo aðeins betur eftir þessa uppgötvun með hjólhýsið. 

Fann líka svo vel að þetta er einhvern komið úr böndunum með þessa veiru og finn hvernig fólk er hætt að faðmast aftur og að takmarkanir eru yfirvofandi. 

Ætli ég hafi nokkuð verið sú eina sem fann þennan collective kvíða?

Blessi okkur öll.

Bið fyrir heilbrigði fyrir alla.

P.s. hitti vinkonu mína í vikunni sem fylgist ekki með fréttum og sé að sumir gera þetta - taka fréttir út. Allt þetta fólk virðist hamingjusamara.

Fer daglega þennan fréttarúnt; RUV, Vísir, DV, Fréttablaðið og mbl.is. RUV fyrir hádegi og svo enda ég fyrir kvöldmat á mbl.is og enda alltaf á dánarfregnum. Brá mikið um daginn þegar ég sá konu sem ég þekkti. 

Eins og með flest annað sem ég er að taka út þá nota ég smáskrefa aðferðina. 

Ætla að byrja á að taka DV út. Það er ekki góð ára yfir þeim miðli. Bless dv.is.

Namaste 🙏

Friday, November 5, 2021

Ærandi

Finnst hjákátleg pæling, já og smá ærandi tilhugsun, hvað myndi gerast ef ég myndi klikkast.

Af því að landið er svo lítið og borgin svo smá þá þekki ég nokkra sem vinna á geðdeildinni.

Hversu vandræðalegt væri að fá mental breakdown og hitta þarna fyrir frænda sinn, vinkonu og nágrannakonu?

Það yrði kannski ekkert svo vandræðalegt því allt þetta fólk veit, sér og skilur meira en maður heldur og myndi að öllum líkindum bara passa mann og gefa umhyggju. Vá löng setning..

Bara smá föstudags pæling.

Er sem betur fer langt frá því að klikkast um þessar mundir.

Er orðin meira og meira sannfærð um að mikið af vanlíðan hjá konum megi rekja til hormónasveiflna. Þetta mánaðarlega og dagarnir fyrir það geta verið bísna strembnir. Bara út af einhverjum hormónum. 

Súkkulaðisetrið Móar er að gefa um þessar mundir. Stórt shout out á Láru Rúnarsdóttur, stofnanda þessa himnaríkis. Takk Lára 🙏