Friday, November 19, 2021

The waiting game

Ok. 

Þetta er í annað skiptið sem ég sit heima og bíð eftir niðurstöðu úr covid einkennasýnatöku. Fór sem sagt niðrá Suðurlandsbraut.

Síðastu daga hef ég verið slöpp og með hita. Það gerðist eiginlega um leið og ég komst að því að maðurinn sem afgreiddi mig fyrir nákvæmlega viku síðan á uppáhalds kaffihúsinu mínu væri núna í einangrun af því að hann er með covid.

Við erum kunningjar og röbbuðum saman. Síðan að ég komst að þessu hef ég verið yfir mig hrædd um að hafi smitað einhvern. Er búin að margblessa allar manneskjurnar sem ég hitti síðan þá. Er búin að vera í rusli yfir þeim dásamlegu og mikilvægu manneskjum sem ég hef nuddað. Er eiginlega komin á það að ég er bara veik af því að vera í rusli yfir þessu, ekki af því að ég sé með covid. Er búin að taka 4 sjálfspróf. Öll neikvæð. 

Er búin að komast að því að mér er nokk sama þó ég fái veiruna, ég vil bara alls alls ekki hafa smitað neinn.

Fyrst leyst mér ekki á að fara í sýnatöku niðrá Suðurlandsbraut því yfirvofandi er einangrun ef maður greinist jákvæður. En samviskan. Man o, man. Samviskan lét mig ekki í friði í gær og ég vildi engan hitta til öryggis. Það var heill kvíði og bömmer að melda mig veika í vinnunni en það varð bara að vera þannig. Var of slöpp í gær og vildi heldur ekki taka neina áhættu.

Svo núna sit ég heima og býð eftir niðurstöðunni. Dramatíkin og hysterían er ekki eins mikil og síðast en ég er vissulega búin að gráta. Búin að blessa allt fólkið og staðina sem ég hef verið á og hlusta núna á þetta lag:


P.s. er ekki með covid. Fékk neikvæða niðurstöðu! Tja tja tja:)

Það er sem sagt hægt að verða veikur af áhyggjum.

No comments: