Friday, November 12, 2021

Ógnandi

veira.

Datt í covid kvíða í gær. Alvöru kvíða.  Er orðin nojuð með fólk sem hóstar. Er orðin nojuð með að smitast. Ekki svo mikið mín vegna heldur get ég ekki hugsað mér að vera ástæðan fyrir að einhver veikist. 

Ok. Dáldið mín vegna líka. Var það langt leidd í gær að ég var að hugsa um hvar ég myndi vera í einangrun. Tvær vikur i einangrun á sóttvarnarhóteli er eitthvað sem ég meika ekki. 

Þráin eftir heils árs sumarbústað magnaðist. Að eiga athvarf frá borginni. Fyrir mér er það ríkidæmi. Áttaði mig svo á því á milli svefns og vöku að ég myndi klárlega fara í hjólhýsið. Það að komast út er eitthvað sem ég get ekki lifað án. Verð að komast út alltaf.

Hef aldrei eytt sólarhring innandyra og kem ekki til með að gera það fyrr en á endastöðinni (hjúkrunarheimilinu.)

Var komin með í bakið af þessum covid áhyggjum en leið svo aðeins betur eftir þessa uppgötvun með hjólhýsið. 

Fann líka svo vel að þetta er einhvern komið úr böndunum með þessa veiru og finn hvernig fólk er hætt að faðmast aftur og að takmarkanir eru yfirvofandi. 

Ætli ég hafi nokkuð verið sú eina sem fann þennan collective kvíða?

Blessi okkur öll.

Bið fyrir heilbrigði fyrir alla.

P.s. hitti vinkonu mína í vikunni sem fylgist ekki með fréttum og sé að sumir gera þetta - taka fréttir út. Allt þetta fólk virðist hamingjusamara.

Fer daglega þennan fréttarúnt; RUV, Vísir, DV, Fréttablaðið og mbl.is. RUV fyrir hádegi og svo enda ég fyrir kvöldmat á mbl.is og enda alltaf á dánarfregnum. Brá mikið um daginn þegar ég sá konu sem ég þekkti. 

Eins og með flest annað sem ég er að taka út þá nota ég smáskrefa aðferðina. 

Ætla að byrja á að taka DV út. Það er ekki góð ára yfir þeim miðli. Bless dv.is.

Namaste 🙏

No comments: