Friday, March 25, 2022

Miðjan

Það er svo gaman en samt er ég svo þreytt. 

Það er gaman af því að núna má allt. Covid er búið þó það sé ekki búið, það er allavega búið að aflétta öllu og ég er búin að hitta mikið af fólki í vikunni sem er gott og gaman. 

Ég er þreytt aðallega út af covid eftirköstum. Það er stundum erfitt að anda. Lungun og nef og allt tengt öndunakerfinu er undir álagi. Einhver slikja yfir þessu öllu..

Er stödd í miðjunni. Hún er æðisleg, kann svo vel við hana. Þó að ég var næstum búin að leggjast á allar fjórar í andnauð á þriðjudaginn. Nefið lokaðist bara allt í einu og ég gat ekki andað með því. 

Guði sé lof fyrir næsespray.

Það er gaman af því að ég hitti tvær vinkonur á mánudagskvöldið, þrjár á miðvikudagskvöldið og er að fara í afmæli "konunnar minnar" í kvöld. Við erum svona twin flames. Tengjumst í annarri vídd eða eitthvað svoleiðis. 

Blessuð miðjan. Ég elska þig miðja😊❤



No comments: