Einn er maðurinn veikur
en með öðrum sterkur.
Einmana huga þrúgar
þarflaus kvíði.
Ef vinur í hjarta þitt horfir
og heilræði gefur
verður hugurinn heiður
sem himinn bjartur
og sorgarský
sópast burt.
J.O. Herder
Það er afskaplega gott að vera með lífsförunaut. Þá stendur maður ekki einn þegar lífið slær mann utan undir.
Svanurinn minn er búinn að vera mikið veikur. Það var á dramatískum þriðjudagsmorgni í vikunni sem ykkar kona þrammaði út í Heiðmörk með trommuna og bað fyrir makanum sínum.
Þetta var morguninn sem hann fór á bráðamóttökuna í fyrsta skiptið í vikunni.
Settist niður við ánna og sá svan. Hann var frekar niðurlútur og laskaður. Leit lengra til hægri og þar var annar svanur sem flaut í burtu frá hinum svaninum. Þessum laskaða.
Skiljiði, ekki svona eins og þegar tveir svanir, par, fljóta hamingjusamir og hnarreistir fram veginn.
Á meðan mér er persónulega búið að líða dásamlega í vikunni þá hangir þetta yfir.
Bjóst allt eins við einhverri 112 senu hérna á heimilinu í nótt eða í morgun.
En maðurinn lítur aðeins betur út og blóðprufurnar líta betur út. Hann sefur ekki á nóttunni. Læknarnir vita ekkert hvað er að. Hann er búinn með þrjá sýklalyfjakúra. Er í öngum mínum.
En ég held samt að þetta sé allt að koma.
Namaste.
No comments:
Post a Comment