Sunday, January 15, 2023

"Er þetta ást?

 Kveljast og þjást. Er það ást?" Syngur Páll Óskar og við tengjum flest. 

Hvert einasta orð, setning og lína í þessu lagi lýsir ástarfíkn fyrir mér. Eða hvað? Er þetta eitthvað sem allar manneskjur eiga sameiginlegt? Að elska einhvern svona mikið? 

Er samt nokkuð viss um sjúkleika þess að líða svona um manneskju sem maður hefur ekki talað við. 

Síðan ég sá þig fyrst

Allar götur síðan eyði ég deginum

með þig á heilanum. 

Síðan ég sá þig fyrst

finnst mér ekkert annað mikilvægt, merkilegt.

svona líður allur dagurinn, líkaminn

Fókusinn er alltaf á þér.

Horfði á athyglisverðan þátt á Hringbraut í vikunni um ástarfíkn. Hef lengi vitað að ég er ástarfíkill og fékk staðfestingu á því þegar farið var yfir tékklista í þættinum. Svaraði öllum spurningum játandi nema einni minnir mig. 

Af hverju SLAA? Af hverju er þetta alvarlegur sjúkdómur? Af því að maður getur ekki hætt að hugsa um einhvern. Maður er í raun lasinn og þarf hjálp. Langvarandi höfnun getur valdið alvarlegri ástarsorg. Hver einasta setning í lagi Páls Óskars lýsir angistinni.

Öll tengsl við sjálfan mig rofin

Að ást til þín er ég dofinn

Hvort sem ég vaki eða sofi

Ég set engin mörk.

Allt mitt er orðið að þínu

þú heldur á hjarta mínu

og nærir kvöl mína og pínu.

Þegar komið var að þeim punkti í lífinu mínu að það var annað hvort að hætta að drekka eða fara í meðferð valdi ég hiklaust fyrri kostinn. Nennti ekki í meðferð og nenni ekki þessu AA dæmi.

Er því að bagsast við að lækna mig sjálf. Það kom fram í þættinum að um 40% okkar þjást af ástarfíkn. Enda er hana víða að finna hvort sem um tónlist, bókmenntir eða leiklist er að ræða.

Þú ert það sem ég vil.

Eitthvað meiriháttar þarf að ske

til að ég hætti að elska þig 

... þú ert sendur mér til björgunar 

þú þarna áttunda undur veraldar. 

Er á góðri bataleið. Er blessunarlega ekki með neinn á heilanum núna. Tel mig 70% læknaða. Það er einlægur ásetningur minn að þetta gerist aldrei aftur. 

Var einmitt að klára bók þar sem aðalpersónan er heltekin af annarri manneskju. Bókin Guð leitar að Salóme setti þetta í samhengi fyrir mig. 


Allavega, þetta er löng bók, margra klukkutíma hlustun á Storytel og ég bara varð að blogga um bókina til að loka henni. 

Fattaði svo að höfundurinn er skáfrænka sem ég hef aldrei hitt.

Namaste. 

P.s. það virðist vera lesbískt þema í gangi þessa dagana. Ekki nóg með að ég eigi wifey þá fjallar þessi bók um lesbíur og svo er ég að hlusta á aðra bók um lesbíur með kynlífslýsingum og allt. Veisla!

No comments: