Við mamma keyrum í heimsókn til langömmu Höllu á Leifsgötuna. Ætli ég sé ekki í kringum 9 ára aldurinn.
Að koma inn í eldhúsið hjá langömmu var eins og að stíga inn í gamla tíma, þarsíðustu öld jafnvel. Allt var gamaldags, innréttingarnar, áhöldin og tja andrúmsloftið kannski.
Við erum tiltölulega nýkomnar inn þegar við sjáum að bíllinn hennar mömmu, sem við komum á, er að renna. Man ekki hvort það hafi verið afturábak eða fram en það hlýtur að hafa verið afturábak af því að hallinn er þannig.
Mamma þýtur út og setur bílinn í gír eða handbremsu.
Eitthvað hefur gerst hjá mér, þetta atvik síaðist langt í undirmeðvitundina og enn þann dag í dag set ég bílinn alltaf í handbremsu.
Í gær mætti ég í vinnuna og var eitthvað extra óörugg í janúarrokinu og kannski af því að ég lagði ofan á klaka. Ég þurfti allavega að fara aftur út (ég var mætt inn í byggingu) og athuga hvort bíllinn væri ekki örugglega í handbremsu.
Þetta virðist vera í dna-inu mínu. Rótfast.
Önnur minning úr sama húsi er að þegar við krakkarnir vorum að tyggja tyggjó og blása kúlur og leika okkur með tyggjógúmmíið, eins og krakkar gerðu í den, sagði langamma Halla að flugurnar væru að pissa á það.
Þetta náði til mín sem krakki og ég hugsaði mikið um þetta.
Það gerðust skuggalegir hlutir í húsinu en þetta er held ég þríbýlishús. Það var í kjallaranum eða á fyrstu hæðinni sem morð var framið. Þarna var eitthvað partý place, nafnið Agnar kemur til mín, hvort að hann hafi búið þarna og verið í rugli eða hvort það hafi verið hann sem annað hvort myrti eða var myrtur man ég ekki. Bubbi Morthens var eitthvað viðriðinn partý staðnum eða tengdur téðum Agnari..
Lýkur nú sögustund í vikulok.
Vikan var: mjög mikið kvef og erfitt að anda.
Verkefni vikunnar: venja mig af næsespray. Mjög erfitt verkefni.
Pain body: 80%
P.s. veit ekki alveg af hverju ég fer ekki bara á heilsugæsluna. Er búin að vera með þetta kvef svo lengi að ég man varla eftir lífinu án þess.
No comments:
Post a Comment