Friday, June 23, 2023

Tamningin

Í dag eigum við Svanur fimm ára brúðkaupsafmæli. 

Saman í sirka 17 ár.

Við erum orðin vön hvort öðru. Tamningin er complete í báðar áttir. 

Hann veit hvernig ég er og sættir sig við það. Tja, við erum allavega ennþá saman.

Ég veit hvernig hann er og sætti mig við það. 

Það er komið gott protocol í báðar áttir. Þegar þetta gerist er best að gera þetta og svo framvegis. 

Hann er til dæmis farin að þekkja og viðurkenna að oft, mjög oft, þarf ég að vera ein. Það er bara þannig. Ætli hann viti ekki að ef ég fæ ekki að vera ein oft þá verð ég bara of þreytt og það er ekki gott fyrir neinn.

Við vitum hvað er í boði og hvenær og hvenær er best að sleppa takinu og þegja.

Þetta er ágætt. Við erum tamin saman og höfum púslað okkar reitum ágætlega vel saman. 

All is well.

No comments: