Öll erum við með rætur.
Eitthvað úr æskunni og uppeldinu sem er okkur innrætt og eðlislægt.
Þegar ég var að alast upp var kvöldmatartíminn heilagur. Það var óskrifuð regla að hringja ekki eða svara símanum í kringum kl 18:30 eða 19.
Þeir sem gerðu slíkt álitum við vera dónar.
It was heavily frowned upon.
(Það var því mikið sjokk að kynnast Svani.)
Allavega, þess vegna finnst mér svo skrýtið þegar viðburðir eru haldnir kl 18 á sunnudögum.
Ég bara stressast öll upp og skil ekki.
Kvöldmatarleytið á sunnudögum er heilagasta leytið.
!
Í lengri tíma hefur mig langað í fargufu. Þá er maður á baðfötunum í eins konar hjólhýsi sem er gufa. Því er lagt við sjó, svo fer maður á víxl í gufu og sjóinn.
Ætlaði að hafa þetta fyrir markmið næstu viku en svo er þetta á sunnudaginn kl 18?!
Allavega vikan var pollróleg fyrir utan miðvikudaginn. Lífið mitt snýst um 10 ára dóttur mína og allt miðast við sumarfríið hennar og vellíðan.
Markmið vikunnar: socialize og pedicure eða brúnka fyrir gráa fiðringinn.
Afgreiddi socializing dæmið með að fara með vinkonu minni á viðburð. Fór sum sé með Cat (sem er dönsk) á viðburð hjá Móum sem var konur í móum (náttúrunni.) Þetta var hjá klettinum rétt hjá Helgufoss og var kakó seremónía og yoga nidra og hljóðbað og svo fórum við við fossinn og ykkar kona fór að sjálfsögðu útí fossinn líka eins og margar gerðu.
Mikið gott, mikið gaman. Þetta endaði með eldseremóníu þar sem við köstuðum ýmsu á eldinn sem við vorum tilbúnar að losa okkur við (andlegt dæmi.)
Svo fór ég í pedicure í dag.
Það mætti halda að ég væri lukkunnar pamfíll.
P.s. Hvað í ósköpunum er pamfíll?
No comments:
Post a Comment