Friday, July 7, 2023

seven!

Talan 7 er heilög fyrir mér.

Orkustöðvarnar eru sjö.

Undur veraldar eru víst sjö. Þarf að kanna það nánar reyndar.

Það er líklegast greypt í minni flestra þegar Monica í Friends var að lýsa "the seven erogenous zones" fyrir Chandler og Rachel:


Ég elska ekki síst töluna sjö vegna þess að líkaminn endurnýjar sig á sjö ára fresti. Við verðum nýjir einstaklingar á sjö ára fresti og ég tengi mikið við það. 

Ég er til dæmis alls ekki sama manneskjan og ég var þegar ég var 21s árs, 28 ára, 35 ára eða 42 ára. 

Mig langar til að segja að ég sé að þrusa í góða bombu þegar ég verð hvað 49 ára. 

Þá verð ég allavega ekki sama manneskjan og ég er í dag. 

Mér finnst ég vera orðin full leiðinleg en er að vinna í því.


No comments: