Friday, August 4, 2023

Game changer

Innst inni er ég keppnismanneskja.

Sá hluti af mér hefur verið í dvala í dágóðan tíma en hefur nú verið endurvakinn og heimtur úr helju.

Þegar vinkona mín spurði hvort ég vildi taka þátt í áskorun þá sagði ég auðvitað já.

Hver segir nei við áskorun? 

Þegar hún spurði mig hafði ekki alveg tíma til að kynna mér málið ítarlega og sagði bara já.

Sé ekki eftir því. 

Áskorunin heitir 75 hard og samanstendur af fimm hlutum:

1) Vatnsdrykkja. Maður reiknar út magnið eftir ákveðinni formúlu eftir því hvað maður er þungur. Ég á samkvæmt henni að drekka 2,3 lítra á hverjum degi.

2) 45 mínútna hreyfing úti og 45 mín "hreyfing" inni. Má vera hugleiðsla og svoleiðis. 

3) Lesa 10 bls í fræðiriti eða sjálfshjálparbók.

4) Halda sig við ákveðið mataræði alla 75 dagana.

5) Taka sjálfu (til að sjá árangurinn hlýtur að vera.

Allavega, þessi áskorun kom á hárréttum tíma inn í líf mitt og ég er heils hugar staðráðin í að halda hana út.

Líður betur og finn að þetta gerir mér gott. 

Lets go!!

Búin með 10 daga:)

No comments: