Friday, August 25, 2023

Garðkannan

Ég ringlaðist óvart með garðkönnuna.

Er að grípa inn í og snúa sjálfri mér aftur að eigin garði.

The gras isn't greener on the other side. Its greener where you water it. 

Er með mjög góðan vökva í minni könnu. Nóg af ást og ljósi.

Það bara er ekki grænna hinu megin. Ég veit það alveg. 

Því sný ég mér alveg að mínum garði og ausa allri minni athygli og hlýju að þeim sem eiga hana skilið.

Vikan var viðburðarík. Skólinn er byrjaður aftur hjá krökkunum og ég elska það.

Verkefni vikunnar var:

A) fara í cranio til Baldurs. Ég fór og það var æði. Baldur er með aðstöðuna við hliðina á minni á Suðurlandsbrautinni og er mest chill manneskja sem ég veit um. Heilari af guðs náð. 

B) fara í yogatíma í Art of yoga. Ætlaði að fara á morgun en hringdi sem betur fer áðan og stöðin er lokuð þar sem þau eru erlendis en hún opnar aftur í september. 

C) Sorpuferð. Fer á morgun. 


No comments: