Loksins gott leikrit!
Hef nú reyndar ekki verið að fara mikið í leikhús undanfarið en vá, þetta var æði.
Get ekki hætt að hugsa um hvað Margrét Vilhjálmsdóttir er mikil drottning. Vá hvað hún er flott. Þuríður Blær er líka flott og allir leikararnir en Margrét.. hún hefur bara eitthvað við sig. Einhverja töfra. Leikhústöfra.
Elska þegar hún kom í Vikuna hjá Gísla Marteini og það kom í ljós að þeir karlmenn sem voru með henni í þættingum viðurkenndu allir að hafa verið skotnir í henni alla tíð.
En þannig áhrif hefur hún á fólk held ég. Þeir voru allir skotnir í henni.
Það er eitthvað við þetta rauða hár og bláu augu og orkuna hennar sem sogar að. Noregur er heppið að hún býr þar núna. Veit reyndar ekkert um það, hún sagði bara hjá Gísla Marteini að hún byggi þar núna ásamt manni sínum.
Umgjörð leiksýningarinnar var líka svo flottur og hrár. Elska hvernig þau blönduðu nútímanum við leikstykkið og gerðu það að sínu.
Hefði ég vitað hversu mikið kynlíf yrði á sviðinu hefði ég kannski ekki farið með móður minni en vá, takk fyrir mig!
Vikan var: kaotísk og klikkuð. Get ekki bloggað um það.
Náði öllum markmiðunum nema að ég á eftir að finna út úr einhverjum atriðum varðandi chiagraut..
Namaste motherfuckers (skírskotun í leikritið.)
No comments:
Post a Comment