Friday, September 15, 2023

Eden

Kláraði bók eftir uppáhalds rithöfundinn minn í vikunni. 

Ég elska ritstílinn hennar. Setningarnar koma út fullunnar. Aðalpersónan sem er oftast kona, er svo afslöppuð að ég finn enga streitu í henni. Þegar hún talar þá er það fullunnið sem kemur út. Það eru engin hik eða biðorð. 

Aðalkarakterinn er sem fyrr segir oftast einhleyp eldri kona, afslöppuð, er stundum næturugla og er eitthvað að brasa út í garði þegar hún finnur ekki svefninn. Hún vinnur ástir ungs manns sem er hrifinn af henni og þau eiga saman ástarævintýri. Ætli hann sé ekki á bilinu 22 - 25 ára. 

Það sem ég elska mest við bækurnar hennar er viskan sem virðist búa í sérhverri setningu. 

Bravó Auður Ava. Fimm stjörnur.

Vikan var frekar ruglingsleg. Var bara eitthvað ringluð í hausnum. Ætli það kannski gerist á mínum aldri að það verður erfiðara að læra. Var á helgarnámskeiði síðustu helgi og inboxið (heilinn minn) fylltist. Gat svo ekki uploadað fleiri upplýsingum. Var svo bara ringluð eiginlega þangað til í dag föstudag. Þá skýrðist allt. Það er reyndar nýtt tungl í dag. Það var alla vikuna að tæmast.

Djók.

Markmið vikunnar tókust öll. Þurfti að redda nýjum lyklum að aðstöðunni fyrir nýjan meðleigjanda, fór á Sorpu loksins og les mér til í Bowen fræðunum alla daga núna.

Bowen virkaði allavega svaka vel á mig.

Namaste.
 

No comments: