... hefur sína kosti og galla.
Eins og hundar förum við alltaf á sama hótelið á Tenerife í febrúar. Sama herbergið sem er með stórum svölum, bæði að sjónum og sundlaugargarðinum.
Kostirnir eru m.a. að ég elska þessa semi íbúð sem er uppi á 3ju hæð. Ég get verið hérna að tana og yogast í friði. Úti á svölunum.
Gallarnir eru t.d. að við erum í miðju partýinu, á Costa Adeje, með hásæti reyndar en hingað berast sirka 100 1000 mismunandi hljóð og læti úr öllum áttum frá 08:00 til 00:00.
Fyrir einstakling sem er hugsanlega á einhverju rófi getur það verið ansi mikið eftir svefnlitla nótt.
Ofvirki pabbinn er farinn með kids í Siam park.
Mamman er alveg búin á því.
Namaste



No comments:
Post a Comment