Friday, February 2, 2024

Hámarksárangur

Þegar ég var að byrja á andlegri vegferð minni, alveg í blábyrjun þegar ég var byrjandi, varð þessi bók á vegi mínum. 

 

Við Siggú vinkona löptum þetta allt saman upp eins og heilögum sannleika úr heilögum kaleik. Síðar fór ég að stórlega efast um sirka helminginn. Sá helmingur sem stendur eftir er samt heilagur sannleikur. Það var þarna sem ég las fyrst að (auðvitað) er ekkert jafn mikilvægt og hugarró.

Það er æðsta og mikilvægasta markmiðið. Hugarró. Ef maður hefur hana ekki er allt annað fyrir bí.

Í síðustu viku og dagana þar á undan hafði ég tapað minni. Var komin með of marga bolta á lofti. Mímir. Bowen námið, vinnan hjá Grjótavík, hætta á staðnum sem ég elska. Fatta hvernig ég ætti að höndla aðstöðuna og stóru leiguna þar sem tvær eru að hætta, redda afleysingu á staðnum sem ég elska. Ná öllu áður en ég myndi crasha. 

Svo gerði ég einmitt það. Crashaði. Í síðustu viku.

Málið er auðvitað flóknara en þetta var toppurinn á ísjakanum. Sumt bloggar maður ekki um. Snýst kannski um að vera HSP með OCD og lenda svo í alls konar aðstæðum.

Er að koma tilbaka hægt og rólega. Mundi að ég hafði skrifað hjá mér fyrir löngu í notes: 20 mínútna hugleiðsla á dag og ég er góð. 

Er byrjuð að hugleiða aftur. Fer í yoga eins og það sé súrefni. Sem það er. Heldur mér gangandi.

Á stundum sem þessum þarf ég mikinn, mikinn alone time. Er að ná því og finn að það er lykillinn fyrir mig. Það og að púsla með Guðrúnu Höllu.  

Fyndið að hugsa til þess að á síðasta ári fór ég til markþjálfa. Við fundum út að mig langar til að leika. Kannski í áhugamannaleikhúsi. Kannski ég fóðri þann draum aðeins og miða að því að hafa einhvern tímann næga orku í það. Breytingarskeiðið er alveg að taka sinn toll. 

Á tímum sem þessum öfunda ég einstæða foreldra sem fá frí frá fjölskyldunni sinni aðra hverja viku.

Á mánudaginn flýg ég burt. Þó fyrr hefði verið.

Namaste.


No comments: