... en fyndin.
Þannig var statusinn minn á bluesky í gær. Var með svartan húmor og sagði að ef ég myndi deyja í þessari eða næstu viku vildi ég að myndi á standa á legsteininum: brann út á þriðju vaktinni og í ólaunuðum og láglaunastörfum.
Skil ekki fólk sem líður vel þegar það er mikið að gera. Það er búið að vera mikið að gera alla vikuna og ég er bara öskrandi í bílnum af því að mér finnst það svo óþægilegt. Vaknaði á mánudagsmorgun vel útsofin en fattaði svo að það eru að koma jól og ég var búin að kaupa engar, ENGAR, gjafir. Þess vegna er mér búið að líða hreint ekki vel og er bara búin að vera go, go, go! Búin með slatta núna en það er nú alveg eitthvað eftir af jólagjöfum.
Var líka svona síðustu jól, það er að segja með viðhorfið mitt með jólin. Fann aðra mömmu sem leið eins og mér. Okkur finnst þetta bara vera miklu fleiri hlutir fyrir okkur að gera og við erum að gera nógu marga (ólaunaða) hluti fyrir. Minni á að ég er búin að vera með barn sleitulaust í grunnskóla frá árinu 2008 svo ég er þreytt mamma.
Skil ekki hvað það er með þriðja og síðasta barnið en það er alltaf eitthvað. Ef það er ekki sýning þá er handboltamót eða eins og í dag ... 70 ára afmæli Hlíðaskóla! Þetta er viðstöðulaust. Langaði á Mama í trommuhringinn minn í dag en nei. Get ekki setið þarna og trommað þetta allt í burtu. Samviskubitið myndi ekki leyfa það. Sé ekki heldur fram á komast næsta föstudag í trommuhringinn því þá er ég búin að lofa mér í sjálfboðastarf. Vanalega geri ég það á miðvikudögum eða fimmtudögum en næsta vika .... AAA ... býður bara ekki upp á það.
Í gær var ég að keppast við klukkuna og ... hell no. Var búin að kveðja the rat race. Það eru nú samt miklar líkur á að ég sé að fara þangað aftur svona miðað við viðtalið mitt hjá Virk í vikunni.
Hmmm...
Verkefni vikunnar voru jólagjafir.
Hápunktur vikunnar var að mér leið vel í gær þegar ég var að kenna. Allan tímann. Nýr hópur og frekar svona erfitt að byrja kannski. Finn til með uppistöndurum sem þurfa að vinna salinn á sitt band. Úff. Núna er bara eitt skipti eftir í kennslunni.
Lágpunktur vikunnar var þegar tunglið náði mér. Já, ég finn fyrir líkamlegum áhrifum þegar það er fyllast og var hérna uppfull af spennu á miðvikudagsmorguninn þegar ég þurfti að afpanta tímann hjá kíró vegna anna. Öskraði í bílnum á leiðinni á fundinn með ráðgjafanum og náði að losa mestu spennuna út. Já, ég er skrítin.
Namaste.

No comments:
Post a Comment