Friday, November 28, 2025

Annir ...

 ... ekki önn.

Þá meina ég að vikan er búin að vera óvenju annasöm miðað við mig. Lífið mitt er þannig að vikurnar eru aldrei eins sem er nú kannski smá gaman. Kunni ágætlega við þessa viku, það var lúmskt gaman að hafa mikið að gera og vera smá á þönum. 

Var spurð held ég þrisvar í vikunni hvort og hvenær ég ætlaði ég í jólafrí. Þetta voru kúnnar í nuddinu og partnerinn minn á stofunni. Er bara á þeim stað í lífinu að ég er ekki að hugsa um jólin. Mér finnst þau eiginlega frekar óþægileg. Fullt sem þarf að gera í kringum þau en ég lifi eiginlega bara frá degi til dags og lífið er bara dagurinn í dag. Veit ekkert um neitt jólafrí eða hvað. Grunar nú alveg að við dettum í djúpa slökun þegar þau eru búin en ... ég veit ekkert hvenær ég fer í jólafrí.. Er bara að reyna að redda þvottinum okkar með enga þvottavél um þessar mundir.

Verkefni vikunnar tengist einmitt jólagjöfum og á að koma smá á óvart svo ég ætla nú ekki að vera gaspra of mikið um það.

Hápunktur vikunnar var í gærkvöldi þegar dóttir mín brilleraði á sviðinu í Hlíðaskóla eins og vanalega. Það var svona bekkjarskemmtun og leikrit. Er svo endalaust stolt af henni. Hún er bara alveg með þetta.

Lágpunktur vikunnar var kannski þegar mér fannst eitt nuddið ekki ganga nógu vel. Vanalega brillera ég og allir eru ánægðir. Þegar ég segi allir þá meina ég konur. Er eiginlega bara með konur. Kann á þær. Hef aldrei kunnað á karlmenn. 

Við sáum loksins Emilíu okkar í gær. Hana vantar húsnæði. Mér blöskrar svo leigumarkaðurinn og finnst leiðinlegt að við getum ekki hjálpað henni meira með að kaupa íbúð. Hún á skilið íbúð sem hún á alveg sjálf og getur verið í friði í.

Namaste.

No comments: