Friday, November 7, 2025

Skýrsla …

… um ástandið.

Geri mér ekki alveg grein fyrir vikunum en mér líður eins og það séu sex vikur síðan eða meir að við hentum gamla parketinu og öll húsgögnin í stofunni fóru inn í svefnherbergin.

Flotið er orðið hart en það var sett of þykkt lag þannig að það er ekki pláss fyrir parketið undir hurðunum. 

Við erum ekki búin að vera með þvottavél allan þennan tíma, hvað þá þurrkara.

Ef eitthvað jákvætt gerist eins og að fá flísar inn á baðið í hús kemur eitthvað upp á eins og núna þurfum við að fá nýjan þröskuld þar. Svanur ætlaði að panta hann í gær en það var of mikið að gera í vinnunni hjá honum.

Er orðin meira en þreytt á ástandinu. Það eina sem gerðist í vikunni var að hann boraði fyrir dósum, sem sagt innstungunum í vegginn inn í stofu.

Hápunktur vikunnar var bíóferð með Tinnu vinkonu. Það var svo gott og nauðsynlegt að komast út úr íbúðinni einmitt þá.

Lágpunktur vikunnar voru ansi margir. Er bara frekar leið. Það er alveg nýtt að langa ekki til að vera heima hjá sér.

Það bætir ekki ástandið að það er handboltamót hjá Guðrúnu Höllu um helgina þar sem hún á að vera mætt kl 09 laugardag og sunnudag.

Mér finnst það bara dónalegt. Ég ætlaði í leikhús.

Namaste.

No comments: