

Einhvern veginn hefur skapast sú skilyrðing í hausnum á mér að þegar veðrið er vont er það vegna mengunar af mannanna völdum og loftslagsbreytinga. Þegar ég tala um skilyrðingu er ég að meina orsakasamband. Orsök og afleiðing.
Daginn eftir að ég var 1 og 1/2 tíma að skreppa niðrá Grænan Kost frá Tónabæ og aftur heim vegna umferðarþunga (bíl við bíl allan tímann, mikil mengun og by the way flestir einir í bíl) kemur óveður dauðans. Ekki orsök og afleiðing? Þó hún sé óbein?
Um sama leyti er loftslagsráðstefna á Bali. Það er greinilegt að þjóðir heimsins verða að fara gera eitthvað í málunum. Bandaríkin eru þrándur í götu og neita að skrifa undir bindandi tölulegar viðmiðanir. Fellibylir hafa herjað á Bandaríkin sem aldrei fyrr. Ekki orsök og afleiðing?
Mér er alveg sama hvað Hannesar Hólmsteinar landsins segja. Við þurfum víst að aðlaga okkar lífshætti vegna loftslagsbreytinga og hætta að menga svona mikið. Hannes (jackass) Hólmsteinn var að segja í sjónvarpinu um daginn að þessar loftslagsbreytingar væru bara eðlilegar, það kæmu alltaf svona skellir af og til eins og sagan hefði nú kennt okkur.. Maðurinn hefur greinilega ekki haft vit á að hlusta á Al Gore. Hannes ætti frekar að einbeita sér að því að laga almenningssamgöngur í landinu svo að það beinlínis borgi sig að nota strætó frekar en einkabílinn. Það gerir það allaveganna ekki núna þegar ferð til og frá bænum kostar um 600 kall.
Og hana nú.
Daginn eftir að ég var 1 og 1/2 tíma að skreppa niðrá Grænan Kost frá Tónabæ og aftur heim vegna umferðarþunga (bíl við bíl allan tímann, mikil mengun og by the way flestir einir í bíl) kemur óveður dauðans. Ekki orsök og afleiðing? Þó hún sé óbein?
Um sama leyti er loftslagsráðstefna á Bali. Það er greinilegt að þjóðir heimsins verða að fara gera eitthvað í málunum. Bandaríkin eru þrándur í götu og neita að skrifa undir bindandi tölulegar viðmiðanir. Fellibylir hafa herjað á Bandaríkin sem aldrei fyrr. Ekki orsök og afleiðing?
Mér er alveg sama hvað Hannesar Hólmsteinar landsins segja. Við þurfum víst að aðlaga okkar lífshætti vegna loftslagsbreytinga og hætta að menga svona mikið. Hannes (jackass) Hólmsteinn var að segja í sjónvarpinu um daginn að þessar loftslagsbreytingar væru bara eðlilegar, það kæmu alltaf svona skellir af og til eins og sagan hefði nú kennt okkur.. Maðurinn hefur greinilega ekki haft vit á að hlusta á Al Gore. Hannes ætti frekar að einbeita sér að því að laga almenningssamgöngur í landinu svo að það beinlínis borgi sig að nota strætó frekar en einkabílinn. Það gerir það allaveganna ekki núna þegar ferð til og frá bænum kostar um 600 kall.
Og hana nú.
2 comments:
Ljómandi gott blogg Svava, til hamingju með nýja bloggið!
Takk elskan!
Post a Comment