Wednesday, December 3, 2008

Garg!

Hvar á gott fólk að byrja? Fólk sem er t.d. með fimm ára háskólanám en litla starfsreynslu?

Það er stundum frústrerandi að skoða atvinnuauglýsingarnar. Ég sé mikið auglýst núna eftir sviðsstjórum, framkvæmdastjórum, fjármálastjórum og deildarstjórum. Eða þá fólki með bókhaldsþekkingu.

Garg.

Af hverju er ekki verið að auglýsa eftir millistjórnendum?

Ég er alveg handviss um að ég yrði fínn millistjórnandi.

4 comments:

Stay in touch! said...

Mig grunar að það þurfi bara ekki fleiri millistjórnendur. Og örugglega búið að reka fullt af þeim. Nánast annarhver maður hefur verið titlaður sem millistjórnandi síðustu árin. Titlabrjálæði er einn hluti góðærisins.

Gangi þér vel í atvinnuleit!

kv. Vala

Svava said...

Takk Vala mín:)

Tinnsi said...

Eru thessar auglysingar ekki bara formasatridi, stjora-stodur eru mestmegnis fylltar af folki sem vinnur nu thegar i fyrirtaekinu. Thu verdur ad finna entry-level stodu, jafnvel tho svo thu sert med 5 ara haskolamenntun. Mer finnst svolitid haepid ad byrja sem stjornandi, tho svo thad vaeri millistjornandi.

Orugglega um ad gera ad fara og tala vid folk thar sem thu hefur ahuga a ad vinna, frekar en ad leita ad auglysingum. Tho svo mer skilst ad astandid se ekki beint thannig i dag ad audvelt er ad fa vinnu.. Gangi ther vel Svava min, knus.

Svava said...

Hæ, Tinna. Varðandi það að fara þangað sem ég hef áhuga á að vinna og spjalla við fólkið þá hef ég áhuga á að vinna t.d. fyrir utanríkisráðuneytið og ... það er öryggisgæsla þar:/
Hvað er entry-level?
Ætli maður geti bara mætt niðrí ráðuneytin og fengið að spjalla við ráðningastjórana? Það er kannski ráð að gera það bara..