.. að ég er vonsvikin með grunnskólamenntun mína. Aðeins að tvennu leyti þó, allt hitt var frábært.
1) í Bandaríkjunum eru börn látin tjá sig fyrir framan bekkjarfélaga sína ansi frequently að mér skilst. Börn hafa án efa gott að þessu þar sem það verður svo mikið auðveldara fyrir þau að tjá sig fyrir framan aðra þegar þau verða fullorðin. Ég man ekki eftir öðru en að við höfum verið látin lesa ljóð fyrir framan bekkinn í mínum grunnskóla en þá með öðrum. (Ég man líka að þetta var hálf stressandi þar sem við áttum að kunna ljóðin utanbókar..)
2) Landafræðin. Ég vildi að landafræðikennslan hefði verið meiri, þá myndi ég kannski geta staðið mig betur í Trivial Pursuit...
svo finnst mér reyndar að bókhald og vélritun hefðu mátt vera aðeins meira áberandi þegar komið var í gaggó. Man að ég fór bara ekkert í vélritun þar sem það var valáfangi og mér fannst vera of mikil læti í stofunni þar sem allir voru að pikka í gríð og erg..
en, Hvassó var nú alls ekki alslæmur, nei, nei. Ég fór nú reyndar í skólann um daginn og það er búið að breyta honum svo mikið að ég þekkti varla gamla skólann minn.. Pétur Orri var nú samt ennþá skólastjóri og jú, nokkrir af gömlu kennurunum. En skólinn hafði breyst svaðalega mikið.
Alveg svaðalega!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Bíddu Svava ertu að segja að bókin um Rínarlöndin hafi ekki veitt okkur alla þá landafræðikunnáttu sem við þurfum á að halda í lífinu???
Og veistu Hvassó var alls ekki góður skóli. Don't get me started. þetta var snobbskóli þar sem allir áttu að vera fullkomnir og þeir sem ekki voru innan þess norms gátu bara farið annað.
Vala
Já sæll. Eigum við að ræða þetta? ;)
Já, það er eflaust mikið til í þessu hjá þér Vala. Þar sem mér er afar illa við snobb þá get ég svo sem verið sammála þér í einu og öllu hvað þetta varðar.
Kannski var þetta einmitt sérstaklega slæmt í Hvassó..
Það er aldrei of seint að byrja að standa fyrir framan félaga sína og segja eitthvað, ljóð eða lítið erindi. Ég er núna búin að halda tvær ræður í veislum og það er geggjað gaman, þó svo maður sé svo skjálfandi á beinunum að maður sér ekkert á blaðið sem maður heldur á.
Flott hjá þér Tinna! Mér finnst alltaf samt svona hlutir meiri háttar óþægilegir:/ myndi aldrei meika að halda ræðu í brúðkaupi eða eitthvað svoleiðis..
Post a Comment