
Það liggur við að ég harmi innreið nútímans í Flatey. Núna er komið fullkomið gsm samband í eyna og stemmningin er smá öðruvísi vegna þessa. Fórum í messu á sunnudaginn (biskupinn kom í eyna og þá fara flestir sem vettlingi geta valdið þangað sem eitthvað er að gerast..) og tvisvar sinnum byrjaði gemsi að hringja meðan biskupinn talaði.
Maybe I'm getting old but this annoyed me. Stundum bara vill fólk komast í burt frá gsm símum og tölvum. Yes? (no??)
Anyhows, elska tímaleysið sem er hérna. Ég meira að segja gleymdi að hringja í vinkonu mína í dag (var búin að lofa að hringja kl. 16) svo bara pluff steingleymdi ég því. Gleymdi líka að kíkja á klukkuna.
Tók þátt í sjómannslífinu með ma+pa á bátnum í dag. Pabbi fór og kafaði eftir nokkrum gersemum hafsins og gerðum "við" (ekki ég) fiskisúpu. Lostæti! Magnificent!
Æði spæði. Over and out.
Kem víst í siðmenninguna á morgun:/ (langar ekkert heim til Reykjavíkur í lætin og mengunina..urg)
5 comments:
bara til gamans: http://is.wiktionary.org/wiki/eyja
:)
hmm, tek þetta til baka. http://is.wiktionary.org/wiki/ey
:S
Já auðvitað, sé núna að þetta er kolvitlaust beygt hjá mér:/ oh well..
nei ég held ekki. Ef þú ert að tala um ey, ekki eyju, sem er víst það sama, þá geturðu sagt:
hér er eyin
um eyna
frá eynni
til eyjarinnar
íslenskan er margslungin.
Ok. En hvað er þá slóðin á/um? Sá lítið þarna annað en um fallbeygingar..
Post a Comment