Ég fór að mótmæla á Austurvelli í fyrradag.
Verð að segja ég komst bara í ágætis fíling. Maður var bara eitthvað svo pirraður út af þessu Icesave dæmi öllu. Eins og stóð á einu skiltinu: Af hverju eigum við að borga? Ég byrjaði að klappa þarna og svona og fannst þetta bara voða spennandi. En síðan fór ég finna dáldið svona slæmt karma yfir fólkinu. Fólk er bara svo svekkt og pirrað eitthvað.. Kona fyrir aftan mig hélt á skíðastöfum og skellti þeim saman til að búa til hávaða og hrópaði: Út með ruslið! Út út með þetta lið! dáldið svona þvoglumælt kannski, veit ekki alveg. Gamall karl fyrir framan mig barði sér á brjóst og gaf Alþingi fokkjú merki og svo hnefann. Gamall kunningi minn settist á tröppurnar með miða sem á stóð: Ekki drepa mig! eða eitthvað álíka.
...
Ég var aftur niðrí bæ á sama tíma í gær og verð bara að segja að ég fann mig alls ekki knúna til að mótmæla. Mér hefði liðið eins og asna hefði ég farið að mótmæla af því að núverandi stjórnvöld eru í rauninni að díla við skelfilega arfleifð Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna. Þetta er allt þeim að kenna. Jú víst! Og svo útrásarvíkingunum.
Verð að segja að ég treysti núverandi ríkisstjórn mun betur til að leiða málin að lyktum en plebbunum sem sofnuðu á verðinum og sigldu saklausum þegnum Íslands að feigðarósi ásamt fleiri heimskum karlmönnum.
Og hananú. Verð græn jafnaðarmanneskja að eilífu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment