Ég er komin með alveg nýtt pólitískt viðhorf.
Þrátt fyrir að hafa lært um ágæti Evrópusambandsins í háskólanum nær samfleytt í fimm ár (þegar ég hugsa tilbaka þá sat maður eiginlega undir áróðri, allaveganna síðustu árin..) þá get ég bara ekki hugsað mér að Ísland verði meðlimur.
Ég hef engan áhuga á að sjá út um allt Ísland skilti við brýr eða vegi eða við náttúruminjar sem á standa "this is an EU project." Bara nei takk! Svo fæ ég bara í magann við tilhugsina að Íslendingar komi ekki til með að ráða yfir sínum auðlindum einir. Meika ekki að allra þjóða kvikindi hafi puttana í þessu,
nei andsk.. ætli ég sé ekki bara argasti þjóðernissinni!
Það held ég. Þess vegna kem ég ekki til með að kjósa Samfylkinguna aftur, gæti best trúað að Hreyfingin verði fyrir valinu. Þar er snobblaust alvöru fólk sem veit nákvæmlega að lýðræði þýðir democracy for the people, by the people.
Og hana nú!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment