Sunday, April 11, 2010

Verkefni dagsins...

... að venja Stefán Mána (22 mán.) af bleyju.

Jei.

Mér finnst þetta nú ekki mjög skemmtilegt verkefni þar sem það segir sig sjálft að pissið og hitt á bara eftir að lenda á parketinu og í sófanum (damn) og svoleiðis.

Ég vildi bara að ég gæti átt vitsmunalegar samræður við hann. Þá mundi ég bara segja við hann: "Stefán, ertu til í að hætta að nota bleyjur og nota bara klósettið eins og við hin?" Það væri svoooo frábært ef hann myndi bara þú veist segja: "da da já" og svo bara gera það það sem eftir er.

That would be great.

Annars er gott mál að parketið er hvort sem er orðið lélegt og sjúskað.

Thank God for small favours.

Later!

No comments: