held ég megi til með að skrifa mig frá angist minni varðandi eigið hár.
Þannig er mál með vexti að frá tja, líklegast 14 ára aldri, hef ég verið að lita hárið á mér. Alveg í gríð og erg. Ég hef litað það svart (fékk á tímabili ofnæmi fyrir litnum), ég hef aflitað það, ég hef sett strípur í það og alltaf þegar rótin hefur farið að bögga mig þá hef ég litað hana.
Minn náttúrulegi músarskollitaði hárlitur hefur farið óendanlega í taugarnar á mér og ég hef bölvað í hljóði genasamsetningu hárlitsins míns allar götur frá því ég varð gelgja. Þá skildi ég ekki af hverju ég fæddist ekki eins og Kelly Taylor (Beverly Hills 90210) sem var með ótrúlega flott hár (að öllum líkindum litað í drasl og ekki náttúrulegt.)
En svo er þetta náttúrulega þessi músarskollitaði hárlitur sem er svo algengur á Íslandi. Núna hef ég ekki litað á mér hárið í nokkra mánuði og (geð)sveiflast á milli þess að finnast eigin náttúrlegi hárlitur bara ok og svo bara not. Það fer alveg eftir því í hvaða ljósi ég er.
Vil alls ekki vita hve miklum peningum ég hef eytt í hárið á mér í öll þessi ár. Veit að það er óforskömmuð upphæð sem að öllum líkindindum myndu duga langleiðina í afborgun af húsi (sem ég þrái svo mikið.) Þetta er allavegana mín leið til að spara fyrir afborgun af húsi. Mitt sparnaðarráð. Mín leið. Ég meina það er ekki eins og hárlitur sé ókeypis!
Það er nefnilega þannig með rauða hattinn. Ætli ég sé ekki komin á það þroskaskeið í lífi hverjar konu þegar ég átta mig fyrir alvöru á því að það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út (samt ekki að líta út eins og skítug tuska) heldur skiptir innri líðan og almenn hamingja öllu meira máli. Allar konur ættu að "setja á sig rauða hattinn" og halda á vit drauma sinna í stað þess að fara ekki út því þær eru ekki nógu gorgeous eða vita ekki í hverju þær eiga að fara.
Jæja: skrifa mig frá angist minni varðandi eigið hár: check!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment