
Eins saklaus og hugljúfur og Brúðubíllinn hljómar fyrir mér þá á það sama ekki við um Stefán Mána son minn (3ja ára.) Eins spenntur og hann er búinn að vera að sjá Brúðubílinn þá guggnaði hann næstum því þegar að stóru stundinni kom. Við vorum búin að koma okkur þægilega fyrir þegar sýningin var að hefjast og Helga að kynna helstu leikendur þegar hann varð allt í einu órólegur og gerði usla við að sjá eina brúðuna. Litla hjartað sló ört þegar ég tók utan um hann. Hann náði nú samt að róast og njóta sýningarinnar:)
Litla krúsidúlla<3
No comments:
Post a Comment