Þegar ég var á gelgjunni sem var nú alveg nógu andskotans lengi fannst mér margt hallærislegt. Þar á meðal foreldrar mínir.
Núna þjáist ég reglulega af samviskubiti vegna eigin hallæris. Hvernig gat ég verið svo hallærisleg að finnast alveg glatað að minn eigin elskulegi faðir sem ég virði og dái kommentaði á bloggið mitt?
Kaldhæðnin er að sjálfsögðu sú að enginn annar kommentar nema Tinna mín.
Hér er kaldhæðni, um hallæri, frá hallæri til kaldhæðni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ha ha! Aumingja þú að hafa verið svona hallærisleg.
Ég ákvað fyrir löngu að hafa ekki áhyggjur af fortíðinni, einbeita mér frekar að framtíðinni. Það gerir mann bara stressaðan, vandræðalegan og ekki-meika-eigin-skinn að vera að velta sér uppúr vandræðum liðinna tíma. Best að geyma lærdóminn en gleyma allri útfærslu.
Þú segir svo svo satt Tinna. :)
Post a Comment