Kem heim og það er galopið út. Sem sagt útidyrahurðin OPIN og enginn heima.
Ummerki eftir minn 10 ára alls staðar. Ekki gengið frá eftir mat og drykk inn í eldhúsi. Sófinn í stofunni í messi og húfan hans á eldhúsborðinu.
Af hverju er ég ekki reið? Ég sem þarf að tékka fjórum sinnum inn og fjórum sinnum út hvort bévítans hurðin sé ekki örugglega læst alltaf þegar ég fer út.
Kannski er það af því að ég fór í yoga í hádeginu. En auðvitað veit ég ástæðuna. Ég er ekki reið af því að ég elska barnið.
"Kærleikur, hann umber allt. Og fellur aldrei úr gildi."
En djö.. er ég fegin að flatskjárinn og tölvan eru hérna ennþá!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment