Monday, May 7, 2012

gerjun

ætli maður sé að gera sér nógu mikla grein fyrir því sem er að gerast i þjóðfélaginu þegar maður er einhvern veginn gegnsósa því?

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun treystir aðeins tíundi hver maður Alþingi, þeirri "virtu" stofnun. Álíka margir bera traust til kirkjunnar. Sú ríkisstofnun sem nýtur hve mest trausts samkvæmt könnunni er Háskóli Íslands!

Almúginn virðist vera að komast í valdastöður samanber að Jón Gnarr er enn borgarstjóri og Andrea í hagsmunasamtökum heimilina hefur boðið sig fram til forseta Alþingis og það þykir engum neitt athugavert við það. Mér finnst það frábært. Það ber vott um að allt er mögulegt og maður þarf ekki að vera með blátt blóð í æðum eða glæstan sögulegan feril að baki til að verða forseti lýðveldisins.

Alþingismenn taka sumir hverjir þátt í mótmælum. Mér finnst það æðislegt. Það gefur mér von um að ef til vill geti fólk farið að treysta stjórnmálamönnum.

Það er reyndar sorgleg staðreynd að fjögurra flokkakerfið er ennþá til og bróðir minn íhugar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 

No comments: