Sunday, March 23, 2014

hamingjan

Varð hugsi eftir að hafa séð viðtal í Kastljósinu sem Þóra Arnórsdóttir tók við eins konar hamingjusérfræðing frá Hollandi eða Belgíu. Hann talaði um að barneignir drægju almennt úr hamingju.

Ég tengdi við þetta. Ég sé ekki eftir að hafa eignast börnin mín þrjú og ég elska þau en það er að vissu leyti ákveðin frelsisskerðing að vera alltaf fastur heima með þau og sinna þörfum þeirra.

Þess vegna hlakka ég svo til að eldast. Þegar ég verð fimmtug sé ég fyrir mér að ég toppi í hamingjukúrfunni. Það var einmitt verið að tala um þetta á Bylgjunni í vikunni, hvort það hafi ekki verið Virkir morgnar. Þetta meikar svo mikið sens. Þegar maður er fimmtugur þá ætti allt að vera nokkurn veginn komið. Húsið, bíllinn, vinnan og BÖRNIN UPPKOMIN. Þetta þýðir að maður getur bara farið að labba upp á fjöll eða bara eitthvað án þess að það sé eitthvað tiltökumál. Maður getur farið út að borða og í bíó án þess að þurfa að gera hernaðaráætlun um það. Maður getur farið að ferðast og gert það sem manni sýnist!

Svo hlýtur það að vera svo að maður sé orðinn svo sáttur í eigin skinni að maður hætti að spá svona mikið í útlitinu og í því hvað öðrum finnst um mann. Maður setur bara upp rauða hattinn og fer út.

Ji, hvað ég hlakka til!

1 comment:

Tinnsi said...

Love it!

Hlakka líka til að vera fimmtug en ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera fimmtugur, sextugur, sjötugur og eiga börn. Tala nú ekki um barnabörn. Mér sýnist á öllu að það sé algjört bliss :)