Sunday, April 19, 2015

19/4 2015

Brjóstahaldaralaus sunnudagur.

Húsmóðurin afslöppuð og sultuslök. Búin að hætta við detox meðferðina hjá Jónínu Ben í Póllandi. Hef engan áhuga á að fasta á þessum tímapunkti í lífi mínu og langar ekkert sérstaklega í stólpípumeðferðina eða hvað sem þeir stinga upp í óæðri endann á manni til að skola öllu ullagúinu út. Gleymdi um rassameðferðina í gær en mundi það annað hvort rétt áður en ég sofnaði eða þegar ég vaknaði.

Er búin að semja við Svan svo að það er actually raunhæfur möguleiki að komast í burt frá öllu saman í byrjun árs 2016. Las mér meira til um það sem ég hef í raun mestan áhuga á en það er Empower woman retreatið í Bali. Sá að retreatið sjálft er 8 nætur svo að það er raunhæft og verðið er ekkert út úr kú. Svanur sagði já svo núna er bara að plögga dæmið:)

Svona þarf lítið til að sleikja fýluna úr manni. Í staðinn þarf ég auðvitað að vera með allan krakkaskarann núna og í allt sumar.

Og þá er bara að vona að þetta retreat verði í boðin í jan/feb/mar 2016. :):):)

Húsmóðirin er leynt og ljóst að undirbúa flutning. Er að decluttera og hreinsa úr öllum skápum og henda öllu því sem mögulega má henda. Það fer að koma að því mjög fljótlega að annað hvort verðum við að færa eldhúsið inn í stofu og búa til að svefnherbergi úr eldhúsinu eða flytja. Húsmóðirin er að taka til í síðustu skúffunni í yfirferð um alla íbúðina sem er nú bara hressandi. Sé að það verður að hefja aðra umferð fljótlega.


No comments: