Er á túr og er að glíma við blóðleysi, svima og almennt séð slappleika. Líður bara eins og það sé að líða yfir mig.
Fór þrátt fyrir það í 90 mín hot yoga tíma og leið reyndar eins og ég lýsti hér að ofan eftir tímann sem kom í ljós að var ákaflega krefjandi sem var miður af því að ég bara kann ekki að sleppa æfingum í þessum tímum. Geri allt það erfiðasta og fæ svo yfirliðstilfinningu. Skil ekki alveg af hverju ég er að gera mér þetta.
Það er alltaf þessi hérna æfing sem klárar mig:
Fór svo í fjölskylduboð um kvöldið þar sem þetta föstudagurinn langi. Þá hittumst við alltaf fólkið mitt og borðum fiskisúpuna hennar ömmu og spilum Trivial Pursuit. Leiðinlegt að vera svona rosalega þreytt. Hafði vaknað um nóttina vegna þess mánaðarlega.
Er samt rosalega fegin að vera í páskafríi því að það væri ofboðslega erfitt að vera í vinnunni í þessu ástandi.
No comments:
Post a Comment