Saturday, August 29, 2015

29/8 2015

Þessi dagur var helgaður heimilinu.

Ráðskona óskast reyndar á þetta heimili. Kaupið er ekkert nema ánægjan. Þegar við erum heima má hún vinsamlegast fara út með börnin og vera þar alveg fram að matartíma. Áhugasamir sendið fyrirspurnir á ókeypisadstod@heima.is.

Hér er alltaf allt á hvolfi sem er ástand sem ég höndla ekkert rosalega vel. Mér finnst rosa erfitt að búa á stað þar sem allt er ekki í röð og reglu.

Úff. Ryksugan á fullu, tekur alla drullu trallalalalalalalalala lala

:)

28/8 2015

Um kvöldið fór ég á gamanmyndina Vacation í Sambíóunum með Beggu minni.

Skemmtileg gamanmynd og markmiðinu var algerlega náð. Hló og hló og hló.

Takk fyrir okkur mamma:)




27/8 2015

úff...

þessi dagur var heltekinn af heljarinnar drama í vinnunni. Missti alveg hugarróna, tja, fyrir hádegi allavegana..

Wednesday, August 26, 2015

26/8 2015

Núna tók húsmóðirin til sinna ráða og fór með Guðrúnu Höllu í klippingu bara svona til að bjarga heiðri fjölskyldunnar og hirða um barnið.

Svo gott að sjá hana núna nýklippta og fína:)


25/8 2015

Guðrún Halla er þreytt þessa vikuna. Það gengur mikið á þegar það er verið að færa mann um leikskóla og svona. Ný andlit og nýtt umhverfi. Þetta tekur á.


24/8 2015

Jæja,

þetta er vikan þar sem rútínan kemst aftur á. Skólinn byrjar og allt fellur í "ljúfa" löð með tilheyrandi stressi að koma krökkunum á réttum tíma í skólann.

En þetta hefst.

Húsmóðirin er afar glöð með að allt sé að komast aftur í rútinu. Sérstaklega hefur Stefán Máni gott af því. Núna fer hann að borða ávexti í nestistímanum.

Guði sé lof.

Sunday, August 23, 2015

23/8 2015

Jæja,

byrjaði daginn á því að klára að lesa Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Mér finnst bókin æðisleg. Vel skrifuð og athyglisverð. Naut hennar alla leið. Hann virðist hafa djúpt tilfinningalegt innsæi hann Ólafur að mínu mati. Mér finnst merkilegt hvað hann virðist hafa mikla innsýn inn í hugarheim kvenna. Virðist skilja tilfinningalíf þeirra með endæmum vel sem mér finnst stórmerkilegt fyrir þær sakir að flestir karlmenn gera það bara alls, alls ekki.

Bravó, bravó, bravó!


Saturday, August 22, 2015

22/8 2015

Þennan dag ætla ég blessunarlega að vera heima hjá mér.

Menningarnótt. So?


21/8 2015

Þennan dag tékkaði ég loksins á Sólir en það er ný yogastöð út á Granda.

Líst rosalega vel á staðinn. Þarna er allt svo flott og vel innréttað og þarna verður mig líklegast að finna í hádeginu á mánudögum og föstudögum í vetur:)


Thursday, August 20, 2015

20/8 2015

keypti þessa bók handa mér í dag-ish. Keypti hana í netverslun Pennans um leið og ég keypti skóladótið fyrir strákana sko..

Allavegana, og núna lita ég og lita:)


19/8 2015

Einn af uppáhalds þáttunum mínum núna er Mistressess. Uppáhalds karakterinn minn er Joss. Mér þykir svo gaman á miðvikudögum af því að þá eru þessir þættir á stöð 2:)


Tuesday, August 18, 2015

18/8 2015

Kæri Guð.

Ég er búin að fara í ófrjósemisaðgerð og er alls, alls ekki að fara eignast fleiri börn. Af hverju þá að láta mann ganga í gegnum þetta mánaðarlega helvíti með tilheyrandi ofsaþreytu, verkjum út um allt og veseni og ógeði.

Why?!?!

Monday, August 17, 2015

17/8 2015

Ég var svo heppin í gærkvöldi að vera boðin til Ingu vinkonu til að hitta "gamlar" skólasystur.

Átti yndislegt kvöld með þeim. Þykir mjög vænt um það. Við erum farnar að hittast einu sinni á ári þegar Tinna kemur heim frá USA. Svo gott og nærandi að hlægja með þeim og skrafa saman.

:)

Sunday, August 16, 2015

16/8 2015

Eins gott og það er að fara í burtu er svo gott að vera komin aftur í íslenska haustið. Hef aldrei notið íslensku rigningarinnar betur:)

MMmmm.... fór í Ashtanga tímann minn í morgun. Var búin að hlakka mikið til í að komast í hann út af bakinu mínu en svo leiddist mér eiginlega og langaði bara að komast heim til að taka til.

Húsmóðirin svífur í alsælu um íbúðina og tekur til:)

15/8 2015

Þessi dagur fór í að koma okkur heim.

Svo mikill munur að fara úr ég-veit-ekki-hvað-miklum-hita í íslenska regnið. Fötin voru farin að klístrast við mann á hótelinu um morguninn en svo tók íslenska regnið á móti manni. MMMMMmmm, hvað það var gott!

Tók þessa mynd í flugvélinni. Fannst svo magnað að fara frá þeim stað að vera skýjum ofar á þann stað að vera aftur undir skýjunum;




14/8 2015

Þennan dag var chillað út í eitt við sundlaugarbakkann á hótelinu. Svona eiga dagarnir að vera:)

Löbbuðum svo í H&M og versluðum alveg slatta af fötum. Góð kaup. Mjög heitur dagur. Guði sé lof fyrir Aloe vera:)

13/8 2015

Þennan dag fórum við með bílaleigubíl í Loro garð sem er dýragarður á norðanverðri eynni. Krakkarnir skemmtu sér vel, sáu selasýningu og höfrungasýningu og alls konar dýr. Það hellirigndi en sem betur fer var hægt að kaupa regnslár og regnhlífar í garðinum.

Mér fannst þetta frekar erfiður dagur. Fjórir kröfuharðir og sínöldrandi krakkar í bíl á heitum degi er ekki alveg minn tebolli. Guði sé lof fyrir Svan. Hann stóð sig með stakri prýði eins og alltaf.

Hann mætti nú samt einhvern tímann útvega okkur tveimur næði frá öllum þessum börnum. Það er engu pari hollt að fá aldrei frið.

Tók nú nokkrar myndir í þessum garði en er eiginlega hrifnust af þessari sem er tekin út um gluggann á klóiu;


Wednesday, August 12, 2015

12/8 2015

Ola! Buones diaz:)

Thessi dagur var klárlega med theim bestu sem ég hef upplifad. Mamma átti afmaeli og vid fognudum sextugsafmaelinu med thví ad fara út ad borda á sjávarréttarveitingastad med Steppe og Kerensu og Owl rétt hjá thar sem thau búa.

Aedislegur dagur í alla stadi. Hér er svo gott ad vera:)

11/8 2015

Thennan dag budust Tryggvi og Jón Brynjar og Erna til ad fara med krakkana aftur í Siam Park. Vid Svanur thádum thad med thokkum og áttum gódan dag med Gudrúnu Hollu. Vorum í sólbadi hér og lobbudum svo medfram strondinni.

Gódur dagur.



10/8 2015

Ola!

Thessi dagur var erfidur. Thad verdur bara ad vidurkennast.

Hitinn hérna og rakinn gerdi thad ad verkum ad einfold ferd í vatnsrennibrautagard vard erfid. Krakkarnir óthreyjufullir og voru bara hálf óþolandi. Sýndu hegðun sem þau myndu aldrei sýna afa og ömmu.

Allavegana, komum frekar seint í Siam Park sem er rosa flottur vatnsrennibrautagardur en krakkarnir skemmtu sér vel sem er jú thad sem á af skipta máli. Tharna var haegt ad fara á kútum upp um á og í kringum gardinn sem thau gerdu. Svo fóru thau í risastóra oldulaug sem var skemmtileg og kastala og rennibrautir.

Thad var spád rigningu thennan dag svo thad voru ekki svo margir í gardinum en thegar vid vorum ad fara kom úrhellisrigning sem gerdi allt frekar erfitt þar sem allir vildu komast út og burt sem fyrst.

Allavegana, vid lifdum thetta af...

Þessi mynd er sko úr bæklingnum...;)

Þess ber að geta að ófrískar konur mega ekki vera í öldulauginni. Þetta veit ég af því ég var spurð tvisvar (TVISVAR) af lífvörðunum þarna hvort ég væri ólétt þegar ég var að skima yfir mannhafið (bókstaflega) að leita að Stefáni og Emilíu.

Úff, þeim fannst þetta ekkert dónaleg spurning!

Monday, August 10, 2015

9/8 2015

Thessi dagur var dásamlegur.

Tanadi hérna á hótelinu (og brann reyndar en allavegana..) Vid lobbudum svo nidur á strond og ég lenti í aevintýri med nokkrum theldokkum konum.

Allavegana, Steppe, Kerensa og Owl komu. Thad var aedi, thau eru svo frábaer og skemmtileg:)

Thetta var bara einn af thessum dogum thar sem allt var aedi. Svanur var reyndar bálreidur vid mig fyrir thessi vidskipti med svortu konunum thví thaer tóku af mér 75 evrur fyrir 5 fléttur. Thetta hefur verid eitthvad um 10.000 kall.

Bornin voru líka stórhneykslud á mér og horfdu á mig stórum augum.

Ég lít bara á thetta sem aevintýri og thetta er gód saga um ókomin ár. Fólkid mitt hafdi líka eitthvad til ad hlaegja ad...

Sleppi thví bara alveg ad setja myndir inn núna. Internetid hérna er mjog lélegt og thaer fara hvort sem er inn á facebook...

adios..

(þessi mynd er sett inn seinna)

8/8 2015

Thessi dagur fór í ad koma okkur á milli landa.

Flugid er langt eda heilir 5 tímar. Thad var frekar mikil ókyrrd í loftinu. Vid flugum med Primera air held ég eda eitthhvad svoleidis og flugfreyjurnar voru allar útlenskar. Vid skildum thaer eiginlega ekkert:)

Lendingin var hraedileg. Vid tókum thrjár stórar dýfur nidur og madur fékk bara fidrildi í magann, thetta var eins og ad vera í rússibana.

Tryggvi bródir var ad hrekkja Ernu hans Jóns Brynjar med ad minna hana á ad eitt staersta flugslys sem ordid hefur gerdist einmitt á Tenerife. Erna er sem sagt flughraedd...

7/8 2015

Ola:)

Núna er ég ad skrifa afturábak thar sem ég er ekki búin ad blogga í nokkra daga. Minnir ad 7/8 hafi verid naest.

Sá dagur fór í ad klára vinnudót fyrir fríid og reyna ad klikkast ekki heima thar sem bornin voru vaegast sagt ótholandi af thví ad thau voru ordin svo spennt. Thrjú elstu voru ekki húsum haef.

Naesta frí verdur svo pottthétt án barna.

Sem betur fer finnst Svani fátt skemmtilegra heldur en ad sjá um bornin thegar hann er heima svo thetta blessadist allt.

Thurftum ad vakna kl 04 naestu nótt til ad fara út á flugvoll.

Thursday, August 6, 2015

6/8 2015

Það er svo gott að fara í shalað sitt og anda smá og gera Astanga 1-2 seríuna.

Það er líka svo æðislega góður kennari með tímann sem ég fór í núna. Hún heitir Helga Z. Það að komast svona aðeins út úr hringiðunni til að sinna sjálfum sér er alveg bráðnauðsynlegt.

Þakklát fyrir góðan tíma.

Núna fer að styttast í Tenerife:)

5/8 2015

Vinni vinni vinni vinn...

Wednesday, August 5, 2015

4/8 2015

Mætti í vinnuna aftur eftir frí. Það er dáldið undarlegt að vera svo að fara í frí aftur eftir þessa viku.

Monday, August 3, 2015

3/8 2015

Yndislegur dagur. Massa hiti og sól í Reykjavíkinni og við Begga fórum í Elliðárdalinn að tana. Gott að verja síðasta deginum í fríinu (fyrir næsta frí..) svona:)


2/8 2015

Þennan dag fór ég í Yogashala í æðislegan tíma hjá gestakennaranum Julie Martin.

Æði, æði, æði:)

Sunday, August 2, 2015

1/8 2015

Afrekuðum það að fara með Guðrúnu Höllu og Stefán Mána að sjá fossinn Glym, nota bene næststærsta foss landsins (supposibly.) Nota bene, það var nú Svanur sem sá að mestu leyti um það...


Saturday, August 1, 2015

31/7 2015

Úps. Gerði mistök.

Í eilífri leit minni að heilun keypti ég óvart á netinu eitthvað sem ég fattaði síðan að hentar mér alls ekki. Þetta eru svona "tinktúrur" sem Anna Rósa grasalæknir gerir. Mér fannst þetta rosalega sniðugt af því ég fann í netverslun hennar tinktúru fyrir minni blæðingar (meikar sens þar sem ég er blóðlítil) og aðra fyrir uppþembu sem hefur verið vandamál lengi hjá mér.

Fattaði svo þegar ég var búin að borga að þessar tinktúrur innihalda 20% (önnur þeirra) og 30% (hin) vínanda. Ætlaði bara að vera nagli og meika það en eftir að hafa hugsað aðeins málið fattaði ég að það er ekki séns að ég meiki þetta. Ég bara get ekki vínanda. Var sem sagt að henda 8000 kalli út um gluggann:(

Gæti náttúrulega farið niðrí bæ og gefið næsta róna þetta ....