Saturday, August 1, 2015

31/7 2015

Úps. Gerði mistök.

Í eilífri leit minni að heilun keypti ég óvart á netinu eitthvað sem ég fattaði síðan að hentar mér alls ekki. Þetta eru svona "tinktúrur" sem Anna Rósa grasalæknir gerir. Mér fannst þetta rosalega sniðugt af því ég fann í netverslun hennar tinktúru fyrir minni blæðingar (meikar sens þar sem ég er blóðlítil) og aðra fyrir uppþembu sem hefur verið vandamál lengi hjá mér.

Fattaði svo þegar ég var búin að borga að þessar tinktúrur innihalda 20% (önnur þeirra) og 30% (hin) vínanda. Ætlaði bara að vera nagli og meika það en eftir að hafa hugsað aðeins málið fattaði ég að það er ekki séns að ég meiki þetta. Ég bara get ekki vínanda. Var sem sagt að henda 8000 kalli út um gluggann:(

Gæti náttúrulega farið niðrí bæ og gefið næsta róna þetta ....


No comments: